Jump to content

Þessum spurningalista er ætlað að skima fyrir þátttakendum í langtíma rannsóknarverkefni um samskynjun. Verkefnið er samstarfsverkefni vísindamanna við þrjá danska háskóla, Háskólanna í Álaborg, Árósum og Kaupmannahöfn, auk Háskóla Íslands. Veljir þú að svara spurningalistanum, þá verður hugsanlega haft samband við þig (í gegnum uppgefið tölvupóstfang) með boð um þátttöku í rannsóknum á samskynjun. Ekki er litið svo á að svarendur spurningalistans hafi skuldbundið sig til þátttöku. Þá er þeim sem skrá sig til þátttöku frjálst að afþakka og/eða hætta við hvenær sem er. Hvers kyns persónugreinanlegum upplýsingum verður þá eytt samstundis.

Samskynjun á við um breiðan flokk skynfyrirbæra og spurningalistanum er ætlað að hjálpa við aðgreiningu á hugsanlegum þátttakendum og bera kennsl á þá sem henta þeim rannsóknum sem eru í gangi á hverjum tíma. Því er mikilvægt að þú svarir spurningunum eftir bestu getu.

Til að standast skilyrði um þátttöku máttu ekki hafa hlotið greiningu um varanlegar eða yfirstandandi geðraskanir, né heldur hafa hlotið höfuðhögg eða lent í atviki þar sem grunur hefur verið um heilaskaða. Starfsmönnum í þessu verkefni er óheimilt að skrásetja hvers kyns heilbrigðisupplýsingar um þátttakendur.

Athugaðu að ef öllum stjörnumerktu spurningunum er svarað, og ýtt á "submit" þá hverfur spurningalistinn af skjánum og í hans stað birtist staðfesting á því að gögnin verði send. Ef spurningalistinn hverfur ekki, þarf að fara yfir og finna spurningu sem gleymst hefur að svara. Því miður er þetta ekki alveg nógu skýrt á því formi sem er notað hér.